





Lynggata
Lynggata 2 er fjölbýlishús í þéttri byggð sem rís upp úr lynggrónu umhverfi. Húsið hefur djarft og nútímalegt yfirbragð og býður upp á fjölbreyttar og vandaðar íbúðir með fallegu útsýni.
Innréttingar eru sérhannaðar fyrir hverja íbúð með notagildi og fegurð að leiðarljósi. Dökkar innréttingar með hvítu uppbroti mynda fallegt samspil við hlýlegar flísar og endingargott harðparket. Vönduð eldhús- og hreinlætistæki fylgja íbúðum. Sjá nánar um frágang íbúða í skilalýsingu.
Lynggata 2 er vandað fjölbýlishús í einu fallegasta íbúðahverfi höfuðborgarsvæðisins, Urriðaholti í Garðabæ. Í lynggrónu landslagi rísa nýbyggingar þétt og mynda ramma utan um líf íbúanna. Vinkillaga byggingin sker sig frá öðrum húsum hverfisins í efnisvali en litur roðagylltrar klæðningarinnar breytist með gangi sólar og veðurs - dálítið líkt og rautt lyngið gerir að hausti. Uppbrot í húshliðum sem snúa að götu og útivistarsvæði gefur tilfinningu um borgarlegan mælikvarða og hjálpar til við að skapa sterka götumynd.
Íbúðirnar eru fjölbreyttar að stærð og skipulagi - en allar eru þær bjartar enda búnar stórum gluggum sem innramma fallegt útsýnið. Alúð hefur verið sett í hönnun íbúðanna með notagildi og þægindi að leiðarljósi. Hér ætti hver sem er að geta skapað sér gott heimili.
Urriðaholt er þéttbýli í náinni tengingu við nokkur helstu útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins, ósnortnar náttúru og góðar samgönguæðar sem stytta leiðir í allar áttir. Sjá nánar um Urriðaholt: www.urridaholt.is.
Náttúrufræðistofnun
Kaffihús
Verslun
Skóli

Hér má sjá nokkrar tölvugerðar myndir úr mismunandi íbúðum.
Ath.: Lita- og húsgagnaval er leiðbeinandi. Íbúðum er skilað hvítmáluðum og án lausra húsgagna. Sjá nánar í skilalýsingu.

Byggingaverktakar

Arkítektar

Rafverktakar

Brunahönnuðir

Verkfræðingur

Fasteignasalar
Hafðu samband við okkur til að fá nánari upplýsingar